Íþróttir

Keflavík lagði Breiðablik
Fimmtudagur 26. febrúar 2015 kl. 09:13

Keflavík lagði Breiðablik

Keflavíkurstúlkur sigruðu lið Breiðabliks örugglega í Dominos deild kvenna í gærkvöldi. Keflavíkurstúlkur höfðu frumkvæðið allan leikinn og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Það dró sundur með liðunum í síðari hálfleik og svo fór að Keflavík hafði þægilegan 22 stiga sigur, 80-58. Keflvíkingar léku án erlends leikmanns þar sem að Carmen Tylson Thomas glímir við rifbeinsbrot.

Bryndís Guðmundsdóttir var atkvæðamest fyrir Keflavík og skoraði 24 stig og tók 9 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir setti 19 stig og tók 7 frákōst.

Hjá Blikum var Berglind Karen Ingvarsdóttir atkvæðamest með 15 stig og 6 frákōst og Arielle Wideman skoraði 12 stig, tók 10 frákōst og gaf 5 stoðsendingar.

Keflavík situr í 2. sæti deildarinnar, 2 stigum á eftir toppliði Snæfells sem á leik til góða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024