Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík lá óvænt gegn Val í tvíframlengdum leik
Þriðjudagur 8. janúar 2008 kl. 23:47

Keflavík lá óvænt gegn Val í tvíframlengdum leik

Topplið Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna mátti sætta sig við 97-94 ósigur gegn Val í Vodafonehöllinni í kvöld eftir tvíframlengdan leik. Mikil spenna var í viðureign liðanna og óhætt er að segja að ósigur Keflavíkur hafi verið nokkuð óvæntur sé tekið mið af stigamun liðanna í deildinni. Eftir leik kvöldsins er Keflavík þó áfram á toppi deildarinnar með 22 stig en Valur hefur 8 stig í 5. sæti deildarinnar.

 

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 72-72 svo framlengja varð leikinn. Að lokinni fyrstu framlengingu var staðan 82-82 og nokkrir leikmenn beggja liða komnir með fimm villur eða í bullandi villuvandræðum.

 

Valskonur gáfust aldrei upp þó Keflvíkingar virtust hafa undirtökin á langstærstum köflum leiksins. Þegar skammt var til leiksloka var staðan 95-94 og Valskonur héldu í sókn. Keflavík braut á Val og Molly Peterman setti örugglega niður vítaskotin sín og kom Val í 97-94 sem reyndust lokatölur leiksins.

 

TaKesha Watson reyndist stigahæst í liði Keflavíkur með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Hjá Val var Molly Peterman með 38 stig, 10 stolna bolta og fimm fráköst. Birna Valgarðsdóttir lék sinn annan leik í kvöld með Keflavík eftir barnsburðarleyfi og sýndi að hún hefur litlu gleymt en hún gerði 13 stig í leiknum.

 

Tölfræði leiksins

 

VF-Mynd/ [email protected]Birna stóð sig vel í sínum öðrum leik með Keflavík eftir barnsburðarleyfi en heilt yfir var Keflavíkurliðið ekki að leika vel og fékk nokkur tækifæri til að hrista Val af sér en máttu þola ósigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024