Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík lá í Garðabæ
Laugardagur 26. maí 2007 kl. 13:15

Keflavík lá í Garðabæ

Önnur umferð í Landsbankadeild kvenna í knattpsyrnu fór fram í gær þar sem Keflavíkurkonur máttu sætta sig við 3-1 tap gegn Stjörnunni. Eftir leiki gærkvöldsins eru Valskonur í efsta sæti deildarinnar með 6 stig en Valur burstaði ÍR 6-0 í gær. Keflavíkurkonur eru í 3. sæti deildarinnar með 3 stig.

 

Vesna Smiljokovic kom Keflavíkurkonum í 1-0 í gær á 17. mínútu leiksins en 20 mínútum síðar eða á 37. mínútu jöfnuðu Stjörnukonur metin með marki frá Ingi Fríðu Friðjónsdóttur og því stóðu leikar 1-1 í hálfleik.

 

Í síðari hálfleik gekk Stjörnukonum betur að finna netmöskvana og bættu þær við tveimur mörkum frá þeim Ingu Fríðu sem gerði sitt annað mark og Hörpu Þorsteinsdóttur sem gerði þriðja og síðasta mark leiksins. Lokatölur leiksins því 3-1 og Stjörnukonur búnar að landa sínum fyrsta sigri í deildinni en þær töpuðu 5-1 gegn Val í fyrsta leik.

 

Næsti deildarleikur Keflavíkurkvenna verður mánudaginn 4. júní þegar þær fá ÍR í heimsókn á Keflavíkurvöll kl. 19:15. Næsti leikur Keflavíkur er þó í VISA bikarkeppninni þegar þær mæta HK/Víking miðvikudaginn 30. maí kl. 20:00 á Víkingsvelli.

 

VF-myndir/Stefán Borgþórsson[email protected] - Vesna Smiljokivc í baráttunni gegn Stjörnunni í gær. Vesna gerði eina mark Keflavíkur í leiknum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024