Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík lá heima fyrir Þórsusum
Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Keflavíkur í kvöld.
Sunnudagur 30. júní 2013 kl. 22:18

Keflavík lá heima fyrir Þórsusum

Keflavík tapaði í dag fyrir Þór Akureyri í 9. umferð Pepsi-deildar karla á Nettóvellinum, 1-3. Sigur Þórs var nokkuð öruggur en Akureyringar komust í 0-3 áður en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í uppbótartíma.

Chukwudi Chijindu og Jóhann Helgi Hannesson skoruðu fyrir Þór A. í fyrri hálfleik og staðan því 0-2 í hálfleik. Sveinn Elías Jónsson gulltryggði sigur Þórs undir lok leiksins áður en Arnór Ingvi minnkaði muninn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er með sjö stig eftir níu umferðir í 9. sæti Pepsi-deildarinnar. Keflvíkingar eru fjórum stigum frá fallsæti en Fylkir er í neðsta sæti með tvö stig og ÍA með þrjú stig. Hlé verður nú gert á Pepsi-deildinni en næsti leikur Keflavíkur fer fram 14. júlí á Nettóvellinum þegar liðið mætir Breiðablik.

Keflavík 1-3 Þór Akureyri
0-1 Chukwudi Chijindu (26’)
0-2 Jóhann Helgi Hannesson (45’)
0-3 Sveinn Elías Jónsson (85’)
1-3 Arnór Ingvi Traustason (93’)