Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík lá gegn Blikum
Mánudagur 26. febrúar 2007 kl. 11:33

Keflavík lá gegn Blikum

Keflvíkingar máttu sætta sig við 3-2 ósigur gegn Breiðablik í öðrum leik sínum í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Mörk Keflavíkur í leiknum gerðu þeir Guðmundur Steinarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson. Keflavík lenti 3-0 undir eftir 23. mínútna leik.

 

Guðjón Árni Antoníusson fékk rautt spjald í leiknum þegar dæmd var á hann hendi inni í teig og í kjölfarið fengu Blikar vítaspyrnu og Keflvíkingar einum færri. Leikurinn jafnaðist um 50 mínútum síðar þegar Arnar Grétarsson fékk rautt spjald í liði Blika en það dugði ekki til fyrir Keflavík og Blikar fóru með sigur af hólmi.

 

Næsti leikur Keflvíkinga í Lengjubikarnum verður þann 3. mars í Reykjaneshöllinni þegar þeir taka á móti ÍBV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024