Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflavík komið í þriðja sæti eftir sigur á Þór Akureyri
    VF-mynd: Sólborg Guðbrandsdóttir
  • Keflavík komið í þriðja sæti eftir sigur á Þór Akureyri
    VF-mynd: Sólborg Guðbrandsdóttir
Laugardagur 24. júní 2017 kl. 17:49

Keflavík komið í þriðja sæti eftir sigur á Þór Akureyri

Keflavík sigraði Þór Akureyri 1:0 í Inkasso deildinni í Keflavík í dag. Það var Jeppe Hansen sem skoraði eina mark leiksins á 57 mínútu. Það voru ekki mörg marktækifæri í leiknum en Keflvíkingar nýttu færin sín betur og uppskáru markið úr einu þeirra. Frans Elvarsson átti góðan leik í dag og var gríðarlega vinnusamur og duglegur. Keflavík komst í þriðja sæti deildarinnar við þennan sigur og er einu stigi eftir Þrótti Reykjavík sem er í öðru sæti. Næsti leikur er við Gróttu á fimmtudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024