Keflavík kom í veg fyrir að Hamar lyfti bikarnum
Keflavík kom í veg fyrir að Hamar hampaði deildameistaratitli Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik kvenna í Hveragerði í dag. Keflavík sigraði 93:86 en þetta var fyrsta tap Hamars í deildinni á þessari leiktíð í sautján leikjum.
Keflavík fór á kostum í öðrum leikhluta en liðið skoraði þá 39 stig. Keflavík hafði örugga forystu í hálfleik 55:22. Keflavík lét forskotið aldrei af hendi og náði mest 22 stiga forskoti í síðari hálfleik. Hamar náði mest að minnka muninn niður í 4 stig en tókst ekki að taka fram úr Keflavík.
Jacquline Adamshick skoraði 33 stig fyrir Keflavík en þar af 29 í fyrri hálfleik en einnig reif hún niður 20 fráköst. Jaleesa Butler fór gjörsamlega á kostum en hún var með myndarlega þrennu í leiknum 29 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar.
Njarðvíkursigur í Hólminum
Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Stykkishólm þegar Snæfell tók á móti grænum í toppslag B-riðils. Með sigrinum hleyptu Njarðvíkingar aukinni spennu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þar sem Snæfell hefur nú 16 stig á toppi B-riðils en Njarðvík 14 stig í 2. sæti.
Lokatölur leiksins voru 78-81 Njarðvík í vil.
Atkvæðamestar hjá Njarðvíkingum voru: Shayla Fields 33/4 frák/6 stoðs. Dita Liepkalne 16/19 frák/6 stolnir. Julia Demirer 16/11 frák. Ína María Einarsdóttir 6. Emelía Ósk Grétarsdóttir 4. Árnína Lena Rúnarsdóttir 2. Eyrún Líf Sigurðardóttir 1. Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Auður Jónsdóttir 1