Keflavík kláraði Stjörnuna í seinni hálfleik og hefur tekið forystu
Keflvíkingar tóku forystuna í undanúrslitaeinvíginu við Stjörnuna í Subway-deild kvenna í körfuknattleik þegar liðin áttust við í Blue-höllinni í dag.
Keflavík - Stjarnan 93:65
(14:24 | 22:22 | 28:9 | 29:10)
Keflavík átti í smá vandræðum með Stjörnukonur í fyrri hálfleik og gestirnir höfðu tíu stiga forystu eftir tvo leikhluta (36:46).
Það var allt annað uppi á teningnum í seinni hálfleik. Keflvíkingar læstu vörninni og í þriðja leikhluta skoruðu Stjörnukonur einungis níu stig en heimakonur 28 stig og sneru leiknum sér í hag (64:55).
Keflvíkingar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt i fjórða leikhluta, þær voru þá með 29 stig en áfram var sókn Stjörnuvenna haldið niðri og þær gerðu tíu stig. Lokatölur því nærri þrjátíu stiga sigur Keflavíkur og þær komnar með yfirhöndina í einvíginu.
Stig Keflvíkinga: Daniela Wallen 27 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir 20 stig, Sara Rún Hinriksdóttir 20 stig, Elisa Pinzan 8 stig, Anna Ingunn Svansdóttir 4 stig, Anna Lára Vignisdóttir 4 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir 4 stig og Lovísa Sverrisdóttir 2 stig.