Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík Íslandsmeistari MB 11 ára kvenna
Þriðjudagur 31. mars 2009 kl. 10:40

Keflavík Íslandsmeistari MB 11 ára kvenna

Keflavíkurstúlkur í minnibolta kvenna 11 ára voru taplausar þegar síðasta og jafnframt úrslita-fjölliðamót vetrarins  fór fram í Toyotahöllinni um helgina.Síðast leikurinn í þessu úrslita-fjölliðamóti var hreinn úrslitaleikur við KR þar sem bæði liðin höfðu farið frekar létt með andstæðinga sína.

Keflavíkurliðið mættu heldur betur tilbúnar til leiks og kafsigldu KR-stúlkur með hrikalega öflugum varnarleik og mikið af hröðum sóknum og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-0 og íslandsmeistaratitillinn í höfn. Það er óhætt að segja að liðið hafi spilað sinn besta leik frá því að þær hófu að æfa þar sem yfirburðir liðsins voru algjörir bæði í sókn og vörn, og unnu þær að lokum yfirburðar sigur 62-11.

KR-stúlkur náðu sér aldrei á strik í þessum leik, en munu eflaust koma tvíefldar til leiks næsta haust.Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Kristrún Björgvinsdóttir með 16 stig og Laufey Harðardóttir með 14 stig. Stigahæst hjá KR voru Salvör með 4 stig, Iðunn, Karen og Elísabet með 2 stig hver.Allar stelpurnar fengu að spreyta sig í þessum leik eins og vanalega og stóðu þær sig frábærlega og áttu þetta svo sannarlega skilið.

Texti og mynd af www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024