Keflavík Íslandsmeistari í Teakwondo
Nú um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í Taekwondo, en það var haldið laugardaginn 19. mars 2011 í Laugabóli, íþróttahúsi Ármanns í laugardalnum.
Fjórir Sandgerðingar, þau Ágúst Atli Ragnarsson, Karel Bergmann Gunnarsson, Rakel Rós Ágústsdóttir og Rebekka Rún Engilbertsdóttir kepptu á Íslandsmeistaramótinu í bardaga, en keppendum er raðað í flokka eftir kynjum, aldri, þyngd og beltum.
Ágúst Atli og Karel urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki, Rakel Rós var í 2. sæti og Rebekka Rún í 3. sæti í sínum flokki. Þau keppa og æfa undir merkjum Keflavíkur en Keflavík varð Íslandsmeistari á mótinu og varði Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra. 245.is greinir frá.