Keflavík Íslandsmeistari í 9. flokki kvenna
Keflavík og Grindavík mættust í úrslitaleik 9. flokks kvenna í DHL-Höllinni í dag þar sem Keflvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 40-31 sigri á Grindavík. Jafnt var á með liðunum framan af leik en Keflvíkingar tóku völdin í þeim síðari og unnu verðskuldaðan níu stiga sigur.
María Ben Jónsdóttir var valin besti leikmaður leiksins úr röðum Keflavíkur með 13 stig, 17 fráköst og 10 varin skot, glæsileg þrenna hjá Maríu. Hjá Grindavík var Sandra Ýr Grétarsdóttir valin besti maður leiksins með 8 stig, 18 fráköst og 3 stolna bolta.
VF-Mynd/ [email protected] – Íslandsmeistarar Keflavíkur í 9. flokki kvenna.