Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík íslandsmeistari í 8.flokki kvenna
Sunnudagur 11. mars 2012 kl. 19:21

Keflavík íslandsmeistari í 8.flokki kvenna



Keflvíkingar urðu íslandsmeistarar í 8. flokki kvenna um helgina í körfubolta. B-lið Keflavíkur lenti svo í öðru sæti en þar eru á ferðinni stelpurnar í 7. flokki sem hófu leik í C-riðli í haust og enduðu veturinn á að leika til úrslita um titilinn við A-liðið. Lokaleikurinn endaði svo með sigri A-liðsins, 36-18.

Bæði lið sigruðu alla aðra andstæðinga sína í lokaumferðinni, en auk Keflavíkurliðanna voru lið Njarðvíkur, Breiðabliks og Hrunamanna í A-riðli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndir/Karfan.is




Efsta myndin er af A-liði Keflavíkur, en hér fyrir ofan er B-liðið með silfrið.




Fyrirliðar A-liðsins Elfa Falsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir með bikarinn á lofti sem Anna María Sveinsdóttir afhendi þeim.