Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki kvenna
Laugardagur 15. mars 2008 kl. 17:21

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki kvenna

Keflavíkurstelpur eru Íslandsmeistarar í 8. flokki kvenna í körfuknattleik eftir frábæran úrslitaleik gegn stöllum sínum úr Grindavík. Úrslitamótið fór fram í Toyotahöllinni í Keflavík og mættust heimasteplur og Grindavík í úrslitaleik mótsins. Lokatölur leiksins voru 30-28 Keflavík í vil eftir æsispennandi leik.
 
Keflvíkingar leiddu leikinn 7-6 eftir fyrsta leikhluta en staðan í hálfleik var 9-10 fyrir Grindavík. Liðunum gekk betur að skora í síðari hálfleik og var staðan 21-21 eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var æsispennandi þar sem hver karfa vó þungt.
 
Eva Rós Guðmundsdóttir er miðherji hjá Keflavík og hún gerði 10 stig í leiknum en þetta var í þriðja sinn sem hún verður Íslandsmeistari. ,,Leikir Keflavíkur og Grindavíkur eru skemmtilegastir í þessum flokki enda eru þetta sterkustu liðin í árganginum,” sagði Eva sem ætlar að æfa mikið í sumar og bæta vinstri hendina en hún er rétthentur leikmaður.
 
VF-Mynd/ [email protected]8. flokkur Keflavíkur Íslandsmeistari
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024