Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík Íslandsmeistari í 7.flokki kvenna 2012
Sunnudagur 25. mars 2012 kl. 17:02

Keflavík Íslandsmeistari í 7.flokki kvenna 2012


Keflavíkurstúlkur halda áfram að sópa að sér titlum en 7. flokkur kvenna urðu Íslandsmeistarar í körfubolta í dag eftir sannfærandi sigur á Ármanni 43-11.
Ekki er hægt að segja að keppnin hafi verið spennandi fyrir Keflavík en flestir leikir vetrarins hafa endað með svipuðum lokatölum. Enda urðu stelpurnar einnig í 2.sæti á Íslandsmóti 8. flokks þar sem þær kepptu við vinkonur og samherja sína árinu eldri fyrir nokkrum helgum.
Stúlkurnar fögnuðu vel í lokin enda vel að sigrinum komnar.

Katla Rún Garðarsdóttir og Andrea Dögg Einarsdóttir fyrirliðar Keflavíkur tóku við íslandsmeistaratitlinum.

[email protected]





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024