Föstudagur 8. september 2000 kl. 16:45
Keflavík Íslandsmeistari í 2. flokki
Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu 2. flokks eftir 2:0 sigur á Skagamönnum í gærdag.Það voru þeir Magnús Þorsteinsson og Brynjar Guðmundsson sem skoruðu mörk Keflavíkur. Leikurinn var æsispennandi en Keflvíkingar urðu að sigra í leiknum til að tryggja sér titilinn.