Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík Íslandsmeistari á dýnu
3. flokkur Keflavíkur í hópfimleikum og þjálfarar.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 10. júní 2022 kl. 07:25

Keflavík Íslandsmeistari á dýnu

Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið þann 29. maí í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Fimmtán stúlkur á aldrinum ellefu til þrettán ára frá Keflavík kepptu í þriðja flokki stúlkna og varð liðið íslandsmeistari á dýnu. Alls kepptu níu lið í flokknum lenti liðið í fjórða sæti samanlagt á áhöldum. Bikarmótið í áhaldafimleikum var að einnig haldið þessa sömu helgi og kepptu þær Alísa Myrra Bjarnadóttir, Helen María Margeirsdóttir, Lovísa Gunnlaugsdóttir, Íris Björk Davíðsdóttir og Jóhanna Ýr Ólafsdóttir í frjálsum æfingum.

Góður árangur iðkenda fimleikadeildar Keflavíkur, bæði í hóp- og áhaldafimleikum, hefur ekki leynt sér en þær Lovísa Gunnlaugsdóttir, Margrét Júlía Jóhannsdóttir og Helen María Margeirsdóttir munu einnig keppa á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem haldið verður helgina 11.–12. júní í Gerplu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024