Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík Íslandsmeistari 3. flokks
Mánudagur 14. september 2009 kl. 10:31

Keflavík Íslandsmeistari 3. flokks

Keflavík eignaðist í gær Íslandsmeistara þegar 3. flokkur karla vann öruggan sigur á Fjölni í úrslitaleik Íslandsmótsins.  Lokatölur urðu 3-0 á heimavelli Fjölnismanna.

Keflavíkurpiltar sýndu frábæran leik og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik.  Fyrst skoraði Lúkas Malesa eftir að hafa brotist í gegnum vörnina og Arnór Ingvi Traustason bætti svo við marki með glæsilegu skoti.  Daníel Gylfason skoraði svo þriðja markið með skalla eftir sendingu frá Lúkasi.  Frábær sigur hjá Keflavík sem hafði mikla yfirburði allan tímann.

Strákarnir hafa svo sannarlega sýnt að þeir eru með besta liðið en um síðustu helgi urðu þeir bikarmeistarar 3. flokks. Og ekki er allt búið enn því B-liðið leikur einnig til úrslita í Íslandsmótinu. Liðið vann Gróttu 5-0 í undanúrslitum og mætir Þrótti R. í úrslitaleik föstudaginn 18. september kl. 17:00, segir í frétt á vef Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024