Keflavík Íslandmeistarar í taekwondo
Um helgina var haldið Íslandsmótið í formum (poomsae) á Selfossi. Taekwondo deil Keflavíkur mætti með þraulæft lið og stóð sig frábærlega. Keflvíkingar áttu keppendur í öllum flokkum og árangurinn lét ekki á sér standa. Keflvíkingar áttu verðlaun í nánast öllum flokkum og unnu flesta flokkana á mótinu. Keflvíkingar urðu því Íslandsmeistarar félaga í formum 2009, en fyrir ári síðan munaði eingöngu örfáum stigum að titlinum yrði landað.
Samhliða Íslandsmótinu var haldið barnamót í formum og var árangur Keflvíkinga þar einsdæmi, og frábær árangur keppenda.