Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í úrslitum í Fótbolta.net mótinu
Föstudagur 4. febrúar 2011 kl. 10:12

Keflavík í úrslitum í Fótbolta.net mótinu

Keflavík mætir ÍBV í úrslitum í Fótbolta.net mótinu sem hefur staðið yfir síðustu vikur. Leikurinn fer fram á morgun 5. febrúar kl. 13:00 í Kórnum. Keflavík sigraði tvo leiki af þremur í sínum riðli og endaði þar með efst en síðasti leikur var gegn HK þar sem Keflavík sigraði 4-2.

Mótsstjórar segja mótið hafa gengið mjög vel og stefna á að halda það árlega og er þetta gott tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn til að spreyta sig.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024