Keflavík í úrslitin eftir æsispennandi leik í Njarðvík
„Þetta var frábær leikur og stemmningin stórkostleg. Ég hef aldrei spilað fyrir svona marga áhorfendur. Maður fékk hroll oft í leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson einn lykilmanna Keflavíkur eftir sigur þeirra á Njarðvík í fjórðu viðeign liðanna í unanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfu í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur urðu 83-89 þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins.
Þegar 21 sekúna var til leiksloka munaði aðeins tveimur stigum, 80-82 fyrir Keflavík sem voru með boltann. Draelon Burns skoraði þá þrist og gerði út um leikinn sem var frábær skemmtun. Án efa skemmtilegasti leikur liðanna í manna minnum. Bæði liðin léku mjög skemmtilegan körfubolta.
„Þetta var frábær leikur og stemmningin stórkostleg. Ég hef aldrei spilað fyrir svona marga áhorfendur. Maður fékk hroll oft í leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson einn lykilmanna Keflavíkur eftir sigur þeirra á Njarðvík í fjórðu viðeign liðanna í unanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfu í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur urðu 83-89 þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins.
Þegar 21 sekúna var til leiksloka munaði aðeins tveimur stigum, 80-82 fyrir Keflavík sem voru með boltann. Draelon Burns skoraði þá þrist og gerði út um leikinn sem var frábær skemmtun. Án efa skemmtilegasti leikur liðanna í manna minnum. Bæði liðin léku mjög skemmtilegan körfubolta.
„Keflvíkingar settu niður stóru skotin í lokin. Við vorum ansi nálægt þessu og vantaði bara herslumuninn að komast í oddaleik. Ég hefði viljað fá meira framlag frá fleirum í sóknarleiknum. Það voru nokkrir okkar meginn sem hefðu þurft að gera betur þar. Annars var þetta var mjög góður leikur og Keflvíkingar léku vel,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkina eftir leikinn. Hans menn léku miklu betur í þriðja og fjórða leiknum og áhofendur fengu mikið fyrir peninginn í kvöld. Ljónagryfjan var troðfull og stemmningin ein sú besta í manna minnum.
Keflvíkingar leiddu allan tímann en náðu aldrei að hrista baráttuglaða Njarðvíkinga af sér. Mestur varð munurinn 12 stig en lítill í blálokin. Heppnin var Keflavíkurmegin og þeir fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Gunnar Einarsson var að vonum sáttur eftir leikinn og sagði það ekki skipta máli hvort þeir leiki gegn KR eða Snæfelli. „Það breytir engu en við eigum heimavallaréttinn gegn Snæfelli en ekki gegn KR, þó svo það hafi sýnt sig í undanúrslitunum að það virðist ekki skipta máli“.
Af hverju heldurðu að það sé?
„Ætli það sé ekki bara einhvert nett vanmat þó það eigi auðvitað ekki að vera. Við erum klárir í þetta verkefni, sama hvort liðið við fáum,“ sagði aldursforsetinn, 32 ára en hann tróð boltanum í fyrsta sinn á ferlinum í úrslitakeppni með stæl. Hörður Axel tók undir með Gunnari og sagði engu máli skipta hvort Snæfell eða KR yrðu andstæðingarnir í úrslitum. „Ég hlakka mikið til. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst alla leið í úrslitin,“ sagði Hörður.
Eftir fyrsta leikhlutann munaði aðeins tveimur stigum á liðunum. Keflavík var yfir og bætti við forskotið í öðrum leikhluta og leiddi með 8 stigum í hálfleik, 47-39. Heimamenn minnkuðu muninn í sex stig eftir þriðja leikhluta og þjörmuðu svo mjög að Keflvíkingum í lokaleikhlutanum. Þegar rétt um ein mínúta var eftir skoraði Urule Igbavbova úr tveimur vítaskotum og jók muninn í fjögur stig, 78-82. Nick Bradford minnkaði muninn í tvö stig aftur þegar hann skoraði úr vítaskotum og aðeins 37 sekúndur eftir. Þá kom að stóru körfu Burns þegar hann setti niður þrist þegar 21 sekúnda var til leiksloka og breytti stöðunni í 80-85. Njarðvíkingar náðu ekki að jafna á þeim tíma og urðu að játa sig sigraða.
Burns skoraði mest hjá Keflavík, 21 stig og Urule og Hörður Axel voru með 20 stig. Gunnar var með 12 stig og Sigurður Þorsteinsson tók 14 fráköst og skoraði 11 stig.
Nick Bradford var með 20 stig hjá Njarðvík, Magnús Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11 og þeir Rúnar Erlingsson, Friðrik Stefánsson, Egill Jónasson og Páll Kristinsson skoruðu 7 stig hver.
Efst er boltinn á leið í körfu eftir skot Draelons Burns, þriggja stiga skot sem tryggði Keflavík sigur 20 sekúndum fyrir leikslok. Til hliðar má sjá Magnús setja niður þrist. VF-myndir/hildurbjörk.
--
Braford í baráttunni við Urule og Jón Norðdal.
Urule skorar tvö af tuttugu stigum sínum í leiknum.
Sigurður Þorsteinsson átti mjög góðan leik, skoraði 11 stig og tók 14 fráköst.