Keflavík í úrslit Visa-bikarsins
Keflavík lagði HK að velli, 1-0, í seinni undanúrslitaleik Visa-bikarsins í knattspyrnu í dag. Leikurinn, sem fór fram á Laugardalsvelli var hreint ekki mikið fyrir augað, en Keflavík var þó ráðandi aðilinn lengst af.
Liðin voru varkár til að byrja með og bar leikurinn þess merki. Hólmar Örn Rúnarson komst þó í ákjósanlegt færi á 4. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Scott Ramseys yfir markið.
Ramsey var sérlega ógnandi í fyrri hálfleik og réðu HK-menn ekkert við hann. Markið sem skildi liðin að var einmitt undan rifjum hans runnið.
Á 11. mín fékk Keflavík aukaspyrnu á hægri kanti og Ramsey sneri boltann inn á markteig þar sem hrökk af tám Jóhanns Björnssonar og í netið án þess að Gunnleifur Gunnleifsson fengi rönd við reist, 1-0.
Ramsey lét mikið að sér kveða og átti m.a. gott langskot framhjá marki á 23. mín og á þeirri 27. varði Gunnleifur vel eftir að Skotinn snjalli hafði tætt sig upp völlinn og inn fyrir vörn HK.
Drengirnir frá Kópavogi áttu ekki mörg færi í fyrri hálfleik en Hörðue Már Magnússon átti þeirra besta færi rétt fyrir leikhlé þegar Magnús Þormar í marki Keflavíkur sló langskot hans frá marki.
Fyrri hálfleikur var eign Keflvíkinga með öllu en þeir voru ekki að skapa sér færi í samræmi við yfirburðina.
Í upphafi þess seinni voru Keflavíkingar ljónheppnir að halda í forystuna þegar Hörður Már skaut í jörðina og yfir í upplögðu færi. Skotið var af tveggja metra færi og var raunar erfiðara að skjóta yfir en á rammann sjálfan.
Keflvíkingar svöruðu fyrir sig á næstu mínútum en Þórarinn Kristjánsson skaut framhjá úr þröngu færi í teignum á 52. mín og skömmu síðar björguðu HK-menn í horn eftir glæsilegan samleik Ingva Rafns Guðmundssonar og Hólmars.
Vörn Keflavíkur svaf illa á verðinum á 56. mín þegar Stefán Jóhann Eggertsson fékk frábært færi á vítateig. Hann skaut föstu skoti en hinn ungi og efnilegi Magnús Þormar í marki Keflavíkur varði meistaralega.
Keflvíkingar áttu næsta færi en Guðmundur Steinarsson, sem kom inná sem varamaður átti mjög gott skot úr teignum sem Gunnleifur varði í horn.
Enn skall hurð nærri hælum hjá Keflvíkingum á 82. mín þegar Finnur Ólafsson skaut hárfínt framhjá markinu af 20m færi. Það var síðasta markverða færi leiksins og Keflvíkingar höfðu tryggt sér sæti í úrslitaleiknum gegn KA, en sá leikur fer fram á Laugardalsvelli næsta laugardag.
„Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi,“ sagði Hólmar Örn í leikslok. „Við kláruðum þetta þó 1-0 og það er nóg í fótbolta!“ Hólmar sagði einnig að stuðningur áhorfenda hefði skipt miklu, en Keflvíkingar létu vel í sér heyra í stúkunni.
Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaður Keflvíkinga, sagði leikinn hafa verið afar erfiðan. „„Þeir áttu alveg heilmikið í okkur í dag, en ég held að við höfum verið betri aðilinn í leiknum. Við vorum með þetta allan tímann, en hleyptum þeim of mikið inn í þetta. Þeir áttu þrjú góð færi og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu jafnað, en þetta hafðist.“
VF-myndir/Héðinn Eiríksson
Liðin voru varkár til að byrja með og bar leikurinn þess merki. Hólmar Örn Rúnarson komst þó í ákjósanlegt færi á 4. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Scott Ramseys yfir markið.
Ramsey var sérlega ógnandi í fyrri hálfleik og réðu HK-menn ekkert við hann. Markið sem skildi liðin að var einmitt undan rifjum hans runnið.
Á 11. mín fékk Keflavík aukaspyrnu á hægri kanti og Ramsey sneri boltann inn á markteig þar sem hrökk af tám Jóhanns Björnssonar og í netið án þess að Gunnleifur Gunnleifsson fengi rönd við reist, 1-0.
Ramsey lét mikið að sér kveða og átti m.a. gott langskot framhjá marki á 23. mín og á þeirri 27. varði Gunnleifur vel eftir að Skotinn snjalli hafði tætt sig upp völlinn og inn fyrir vörn HK.
Drengirnir frá Kópavogi áttu ekki mörg færi í fyrri hálfleik en Hörðue Már Magnússon átti þeirra besta færi rétt fyrir leikhlé þegar Magnús Þormar í marki Keflavíkur sló langskot hans frá marki.
Fyrri hálfleikur var eign Keflvíkinga með öllu en þeir voru ekki að skapa sér færi í samræmi við yfirburðina.
Í upphafi þess seinni voru Keflavíkingar ljónheppnir að halda í forystuna þegar Hörður Már skaut í jörðina og yfir í upplögðu færi. Skotið var af tveggja metra færi og var raunar erfiðara að skjóta yfir en á rammann sjálfan.
Keflvíkingar svöruðu fyrir sig á næstu mínútum en Þórarinn Kristjánsson skaut framhjá úr þröngu færi í teignum á 52. mín og skömmu síðar björguðu HK-menn í horn eftir glæsilegan samleik Ingva Rafns Guðmundssonar og Hólmars.
Vörn Keflavíkur svaf illa á verðinum á 56. mín þegar Stefán Jóhann Eggertsson fékk frábært færi á vítateig. Hann skaut föstu skoti en hinn ungi og efnilegi Magnús Þormar í marki Keflavíkur varði meistaralega.
Keflvíkingar áttu næsta færi en Guðmundur Steinarsson, sem kom inná sem varamaður átti mjög gott skot úr teignum sem Gunnleifur varði í horn.
Enn skall hurð nærri hælum hjá Keflvíkingum á 82. mín þegar Finnur Ólafsson skaut hárfínt framhjá markinu af 20m færi. Það var síðasta markverða færi leiksins og Keflvíkingar höfðu tryggt sér sæti í úrslitaleiknum gegn KA, en sá leikur fer fram á Laugardalsvelli næsta laugardag.
„Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi,“ sagði Hólmar Örn í leikslok. „Við kláruðum þetta þó 1-0 og það er nóg í fótbolta!“ Hólmar sagði einnig að stuðningur áhorfenda hefði skipt miklu, en Keflvíkingar létu vel í sér heyra í stúkunni.
Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaður Keflvíkinga, sagði leikinn hafa verið afar erfiðan. „„Þeir áttu alveg heilmikið í okkur í dag, en ég held að við höfum verið betri aðilinn í leiknum. Við vorum með þetta allan tímann, en hleyptum þeim of mikið inn í þetta. Þeir áttu þrjú góð færi og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu jafnað, en þetta hafðist.“
VF-myndir/Héðinn Eiríksson