Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í úrslit deildarbikarins
Laugardagur 29. apríl 2006 kl. 00:01

Keflavík í úrslit deildarbikarins

Keflvíkingar eru komnir í úrslit Deildarbikarsins í knattspyrnu eftir sigur á ÍBV í framlengdum leik, 1-2, í kvöld. Bo Henriksen kom Eyjamönnum yfir en félagar hans í vörninni jöfnuðu metin með sjálfsmarki.

Staðan var jöfn eftir að venjulegum leiktíma lauk og var því gripið til framlengingar þar sem fyrirliðinn Guðmundur Steinarsson tryggði Keflvíkingum sæti í úrslitaleiknum gegn meisturum FH.

Mynd úr safni VF

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024