Þriðjudagur 8. nóvember 2005 kl. 22:02
Keflavík í undanúrslit Powerade-bikarins
Keflavík sigraði Grindavík í seinni leik 8-liða úrslita Powerade-bikarsins i körfuknattleik í kvöld. Lokatölur voru 84-67, en Keflvíkingar unnu fyrri leikinn með 10 stigum og eru því komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Njarðvíkingum föstudaginn 18. nóvember.