Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í sterkri stöðu fyrir seinni undanúrslitaleikinn
Kári Sigfússon hefur verið drjúgur í markaskorun eftir því sem líður á tímabilið. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 18. september 2024 kl. 20:52

Keflavík í sterkri stöðu fyrir seinni undanúrslitaleikinn

Kári skoraði tvívegis gegn ÍR

Keflavík vann sannfærandi sigur á ÍR í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum umspil Lengjudeildar karla í knattspyrnu sem fram fór í dag á heimavelli ÍR-inga.

ÍR - Keflavík 1:4

Keflavík komst í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, Kári Sigfússon kom Keflavík yfir á 11. mínútu og þeir Ásgeir Helgi Orrason (24') og Mihael Mladin (27') skoruðu sitt markið hvor. Hákon Dagur Matthíasson minnkaði muninn fyrir ÍR undir lok fyrri háfleiks (44') og staðan því 3:1 í hálfleik, Keflavík í vil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í síðari hálfleik reyndu heimamenn að bæta stöðuna og voru ágengir nokkrum sinnum, áttu m.a. sláarskot en inn vildi boltinn ekki.

Kári gerði endanlega út um leikinn þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Keflavíkur (74') en ÍR-ingar fengu gott tækifæri til að laga markastöðuna skömmu fyrir leikslok þegar Axel Ingi Jóhannesson braut glæfralega af sér í eigin teig og uppskar rautt spjald fyrir.

Markaskorari ÍR-inga, Hákon Dagur, misnotaði hins vegar vítaspyrnuna og lokatölur því 4:1 fyrir Keflavík sem hefur því ágætis forgjöf fyrir seinni leik liðanna sem verður leikinn á HS Orkuvellinum næstkomandi sunnudag kl. 14:00.