Keflavík í samstarf við Henson
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur skrifaði á dögunum undir samstarfssamning við búningafyrirtækið Henson.
Hermann Helgason, formaður körfuknatteiksdeildarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að samningurinn skipti miku máli fyrir starfið.
„Þetta er mjög víðtækur samningur sem felur meðal annars í sér að Henson sér okkur fyrir keppnisbúningum í karla- og kvennafloki og í yngri flokkum líka. Við erum mjög stolt af þessum samningi sem er mikill styrkur fyrir deildina.“
Nýlunda þykir að kvennabúningarnir eru sérstaklega hannaðir í samstarfi við stúlkurnar sjálfar og er ekki vitað til þess að síkt hafi verið gert áður. Auk keppnisbúninga eru upphitunarbúningar og pólóbolir innifaldir í pakkanum ásamt sérstöku búningasetti fyrir karlaliðið til að nota í Evrópukeppninni.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Hermann og Halldór Einarsson, Henson, handsala samninginn