Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í Evrópukeppnina í körfu á næsta ári
Mánudagur 27. júní 2005 kl. 14:27

Keflavík í Evrópukeppnina í körfu á næsta ári

Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik munu taka þátt í Europe cup Challange eða áskorendabikarkeppni Evrópu á næsta ári.

Um er að ræða sömu keppni og Keflvíkingar hafa tekið þátt í síðustu tvö ár, en sú keppni fær nýtt nafn á næsta ári vegna skipulagsbreytinga í kjölfar samning FIBA-Europe og ULEB. Árangur Keflvíkinga í keppninni undanfarin ár hefur verið mjög góður og hefur vakið verðskuldaða athygli bæði innan lands og utan.

Dregið verður í riðla í München um næstu helgi að því er fram kemur á kki.is.

Af kki.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024