Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík í 4. sæti eftir sigur á Tindastól
Mánudagur 10. júlí 2017 kl. 22:13

Keflavík í 4. sæti eftir sigur á Tindastól

- Anita Lind skoraði bæði mörk Keflavíkur

Keflavík sigraði Tindastól 2:1 í annarri deild kvenna á Nettóvellinum í kvöld. Eva Banton skoraði fyrsta markið fyrir Tindastól á 18. mínútu. Aðeins mínútu síðar jafnaði Aníta Lind Daníelsdóttir fyrir Keflavík.

Staðan var 1:1 í hálfleik og þannig var staðan þangað til á 87. mínútu þegar Aníta Lind var aftur á ferðinni og skoraði annað mark fyrir Keflavík. Mörkin urðu ekki fleiri og því var lokaniðurstaðan 2:1 fyrir Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig. Næsti leikur Keflavíkur er útileikur á móti Sindra á sunnudaginn.