KEFLAVÍK Í 2. SÆTIÐ
Keflvíkingar sigruðu Grindvíkinga á útivelli 56-65 og hafa náð Stúdínum að stigum í 2. sæti deildarinnar en Grindvíkingar og Njarðvíkingar munu berjast um síðasta sætið í úrslitakeppni deildarinnar. Njarðvíkingar urðu fyrir því áfalli að helsta en ekki eina ástæða uppgangs liðsins að undanförnu, hin bandaríska Mechelle Murray, ákváð að yfirgefa liðið og halda til síns heima. Erfiðir leikir gegn toppliðum deildarinnar ÍS og KR strax í kjölfar brottfarar Murray fóru því fyrir lítið og Njarðvíkingar töpuðu báðum stórt 78-41 og 31-87.