Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík hélt 1. sæti Inkasso-deildar
Mánudagur 21. ágúst 2017 kl. 10:24

Keflavík hélt 1. sæti Inkasso-deildar

Keflavík tapaði 4:2 fyrir Haukum á föstudaginn í Inkasso-deildinni. Keflavíkingar skoruðu tvö fyrstu mörkin. Fyrsta markið var sjálfsmark á 5. mínútu. Jeppe Hansen skoraði fyrir Keflavík úr vítaspyrnu í byrjun síðara hálfleiks. Keflavík var í þægilegri stöðu og fátt benti til þess að Haukar myndu jafna, hvað þá skora fjögur mörk. Harrison Hanley minnkaði muninn á 54. mínútu áður en Björgvin Stefánsson jafnaði metin sex mínútum síðar. Aron Jóhannsson kom svo Haukum yfir áður en Björgvin gulltryggði óvæntan sigur Hauka. Lokatölur 4-2 og þrátt fyrir tapið er Keflavík er áfram í efsta sæti deildarinnar með 34 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024