Fimmtudagur 20. október 2005 kl. 19:23
Keflavík heldur í Garðabæ
Keflavík mætir Stjörnunni í Hópbílabikarnum í körfuknattleik í kvöld kl. 20. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ en þetta er fyrri viðureign liðanna. Seinni viðureignin fer fram n.k. sunnudag kl. 19:15 í Sláturhúsinu við Sunnubraut.