Keflavík hefur titilvörnina í kvöld
Í kvöld tekur kvennalið Keflavíkur á móti Val í fjögurra liða úrslitum Domino´s- deildar kvenna í körfu. Keflavík er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari í körfu en liðið endaði í öðru sæti í Domino´s- deildinni í vetur.
Keflavík tryggði sér heimaleikjarétt í rimmunni og hefst leikurinn kl. 19:15 í TM höllinni.