Keflavík hefur leiktíðina í Vesturbænum
Fyrsti leikur karlaliðs Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu fer fram á mánudag þegar Bikarmeistarar Keflavíkur mæta KR í Vesturbænum. Leikurinn hefst kl. 20:00 og er ekki úr vegi að
Þegar hefur komið fram að miðvarðaparið Kenneth Gustafsson og Guðmundur Viðar Mete verða ekki með í fyrstu leikjum liðsins en gert er ráð fyrir að Kenneth verði þó fyrr kominn inn í byrjunarlið Keflavíkur en Guðmundur.
Miklar vonir standa til þess hjá Keflvíkingum að Ingvi Rafn Guðmundsson geti á ný leikið með liðinu en hann hefur ekkert komið við sögu hjá Keflavík síðan hann varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik gegn ÍBV snemma á leiktímabilinu 2005.
Jónas Guðni Sævarsson hefur tekið við fyrirliðabandinu
Keflvíkingar eiga titil að verja að þessu sinni, eru núverandi Bikarmeistarar eftir 2-0 sigur gegn KR í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í fyrra. Alls hafa Keflvíkingar fjórum sinnum orðið Bikarmeistarar, fyrst árið 1975, í annað sinn árið 1997, svo 2004 og aftur 2006. Keflvíkingar hafa einnig fjórum sinnum orðið Íslandsmeistarar. Sá fyrsti kom í hús 1964 og svo aftur 1969, þriðji titillinn kom 1971 og aftur 1973. Keflvíkingar hafa því ekki orðið Íslandsmeistarar í 34 ár og eflaust margir sem eru orðnir nokkuð óþreyjufullir eftir þeim stóra.
FH, Valur og KR eru sterkustu liðin á blaði þegar haldið er til móts en í ár liggur styrkur Keflavíkur í því að liðið hefur nokkurn veginn haldið sama mannskap frá síðustu leiktíð. Hólmar Örn hélt til Danmerkur þegar nokkuð var liðið á síðustu leiktíð og í vetur gekk Magnús Þormar, markvörður, til liðs við Stjörnuna. Ólafur Þór
Leikmenn á borð við Baldur Sigurðsson, Guðmund Steinarsson, Þórarinn Kristjánsson, Stefán Örn Arnarson, Magnús Þorsteinsson, Guðjón Árna Antoníusson, Jónas Guðna Sævarsson, Símun Samuelsen, Guðmund Mete, Kenneth Gustafsson, Hallgrím Jónasson og Ómar Jóhannsson eru allir áfram í röðum Keflavíkur og er upptalinn hópur hér að ofan kominn með góða reynslu af því að leika saman og það mun vega þungt hjá Keflavík í sumar.
Boltinn sem Keflavík var að leika síðasta sumar var frábær, liðið lék skemmtilegan sóknarbolta og á köflum léku Keflvíkingar það vel að stærstu fjölmiðlar landsins gáfu því gaum og sögðu Keflvíkinga vera að leika besta og skemmtilegasta boltann á landinu. Jónas Guðni sagði fyrr í vikunni við Víkurfréttir að full ástæða væri bæði fyrir leikmenn og áhangendur Keflavíkur að
Komnir til liðsins:
Bjarki F. Guðmundsson frá ÍA
Davíð Örn Hallgrímsson frá Reyni Sandgerði
Einar Örn Einarsson frá Leikni Reykjavík
Hilmar T. Arnarsson frá Haukum
Högni Helgason frá Hetti
Marco Kotilainen frá Real Betis
Nicolai Jörgensen frá Midtjylland
Sigurbjörn Hafþórsson frá KS/Leiftri
Símon G. Símonarson frá ÍR
Farnir frá liðinu:
Hólmar Örn Rúnarsson til Silkeborg
Magnús Þormar í Stjörnuna
Ólafur Þór
Ólafur Jón Jónsson er hættur