Keflavík-Haukar í beinni í dag
Kaflaskil í íslenskri sjónvarpssögu
Allt benti til þess að Keflavíkurkonur færu annað árið í röð í snemmbúið sumarfrí þegar Haukar tóku 2-0 forystu í úrslitaeinvígi liðanna í
Aldrei áður hefur verið sýnt beint frá leik í úrslitakeppni kvenna í körfuboltanum og RÚV því að marka spor í sjónvarpssögu landsins. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna, var kátur í bragði í leikslok að Ásvöllum á þriðjudag og sagði að hann gæti lofað því að fólk yrði ekki svikið með leikinn í dag hvort sem það kæmi í Sláturhúsið til að fylgjast með leiknum eða í sófanum heima framan við imbakassann.
„Þetta var allt eða ekkert á þriðjudagskvöld, sumarfríið var einfaldlega
Keflavík var 14 stigum undir fyrir lokaleikhlutann á þriðjudag og með mikilli þrautsegju tókst þeim að komast að nýju inn í leikinn og að lokum hafa sigur. Keflavík vann fjórða leikhlutann 27-12 og nú hafa bæði Haukar og Keflavík gerst sek um alvarlega körfuboltaglæpi. Bæði lið hafa verið á einhverjum tímapunkti í úrslitarimmunni með góða forystu í leikjunum en kastað þeirri forystu út í hafsauga. „Þetta er einbeitingarleysi hjá báðum liðum, ekkert annað. Línan sem þú ert að dansa á er
Keflavík-Haukar
Leikur 4
Sláturhúsið í dag kl. 16:15
VF-mynd/ Jón Björn - [email protected] - Fara þessir á loft í dag?