Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík hafði sigur á lokakaflanum
Fimmtudagur 11. desember 2014 kl. 13:59

Keflavík hafði sigur á lokakaflanum

Valur tók á móti þeim í Dominosdeild kvenna.

Valur tók á móti Keflavík í Dominosdeild kvenna í kvöld á Hlíðarenda. Gríðarlega jafn leikur allt þar til í lok fjórða hluta þar sem Keflavík sigldi fram úr og gekk frá 12 stiga sigri 69-81. Frá þessu er grein á karfan.is.
 
Valur lék án erlends leikmanns en félagið hefur slitið samningi við Joanna Harden sem lék með liðinu fyrri hluta leiktíðar. Valsstúlkur létu það hins vegar lítið á sig fá og gáfu toppliðinu ekkert eftir. 
 
Leikurinn var sem áður sagði mjög jafn lengst af. 12 sinnum var jafnt með liðunum og alls 9 sinnum var skipst um forystu. Þegar um 4 mínútur voru eftir af leiknum, í stöðunni 60-63, brenndu Valsarar af nokkrum skotum í röð og fengu á sig körfur æ ofan í æ hinu megin. Allt í einu var munurinn orðinn 10 stig og bæði of lítið eftir af leiknum og orku leikmanna Vals þegar hér var komið við sögu. Reynslan og breiddin hjá Keflavík hélt svo Valsstúlkum í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði leiks og fór svo að Keflavík tryggði sér sigur og efsta sætið í deildinni um stund.
 
Carmen Tyson-Thomas var sigahæst Keflvíkinga með 41 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar en á eftir henni kom Ingunn Embla með 15 og hitti hún 3/7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hjá Val var Guðbjörg Sverrisdóttir atkvæðamest með 21 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Kristrún Sigurjónsdóttir bætti við 16 stigum og 5 fráköstum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024