Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Keflavík hafði betur í slagviðrinu í Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 7. júlí 2025 kl. 20:40

Keflavík hafði betur í slagviðrinu í Grindavík

Grindavík og Keflavík mættust í Lengjudeild karla í kvöld, í frestuðum leik síðan fyrr í sumar. Það hlýtur að vera rannsóknarefni að KSÍ skyldi ekki hafa frestað leiknum aftur, svo slæmar voru aðstæður í Grindavík í kvöld! Eftir að Grindavík hafði komist yfir í fyrri hálfleik, tóku Keflvíkingar völdin, voru yfir 1-2 í hálfleik og unnu að lokum sanngjarnan sigur, 1-4.

Breki Þór Hermannsson kom Grindvíkingum yfir á 14. mínútu og verður að segjast eins og er að það hafi verið gegn gangi leiksins, þetta var nánast í fyrsta skipti sem Grindavík komst yfir miðju. Kári Sigfússon jafnaði leikinn á 31. mínútu og Marin Mudrazija kom Keflvíkingum yfir fjórum mínútum síðar. Lítið markvert gerðist fram að hálfleik en þá gátu leikmenn og áhorfendur komist inn í hitann.

Marin kom Keflvíkingum í 1-3 á 56. mínútu. Keflvíkingar bættu svo fjórða markinu við áður en yfir lauk og skráist markið sem sjálfsmark markvarðar Grindavíkur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Blessunarlega voru áhorfendur í skjóli gegn SA-slagviðrinu!

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur: Haraldur Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur: Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur: Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindavíkur: