Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík-Fjölnir í kvöld: Toppliðið mætir spútnikliðinu
Mánudagur 23. júní 2008 kl. 13:31

Keflavík-Fjölnir í kvöld: Toppliðið mætir spútnikliðinu



Keflavík mætir Fjölni í Landabankadeilda karla í kvöld. Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík og hefst kl. 19.15.

Þetta verður eflaust fróðlegur leikur þar sem bæði lið hafa komið á óvart í sumar með sterkum leik. Keflvíkingar eru efstir í deildinni og hafa aðeins tapað einum leik, en Fjölnismenn, sem eru að leika í efstu deild í fyrsta skipti eru í 4. sæti.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði að sér lítist vel á leikinn. „Þetta verður spennandi. Fjölnir eru að mínu áliti spútniklið sumarsins. Þeir eru með fljóta og spræka stráka og eru massaðir til baka og spila góða vörn þannig að ég á von á hörkuleik. Þessi leikur er stórhættulegur fyrir okkur og við þurfum að mæta tilbúnir og spila vel til að ná sigri.“

VF-mynd úr safni/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024