Keflavík fékk háttvísisverðlaun
5. flokkur drengja stóð sig vel á knattspyrnumóti um helgina
Fjögur drengjalið úr 5. flokki Keflavíkur í knattspyrnu tóku þátt í Olísmóti á Selfossi um helgina. Strákarnir stóðu sig mjög vel og endaði eitt af liðunum í 3. sæti í sínum riðli. Að auki fékk allt Keflavíkurliðið háttvísisverðlaun fyrir góða framkomu á mótinu, innan sem utan vallar.
Meðfylgjandi myndir tók Elísabet Lovísa Björnsdóttir af hópnum sem eftir var á lokahófinu og tók við háttvísisverðlaununum.
Víkurfréttir hvetja foreldra og þjálfara ungs íþróttafólks að senda okkur myndir frá íþróttaviðburðum á [email protected].