Keflavík fær Stjörnuna í kvöld
Keflvíkingar mæta Stjörnunni í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Toyota-höllinni og hefst kl. 19:15.
Keflavík er í 7. sæti deildarinnar og Stjarnan í því áttunda, en bæði liðin hafa unnið einn leik og tapað einum. Grindavík er á toppi deildarinnar með sex stig eftir þrjár umferðir.
Myndin: Nú er það spurning hvað lærisveinum Teits Örlygssonar tekst að gera gegn Keflavík í kvöld.