Keflavík fær Skallagrím og Njarðvík mætir KR
KR – ingar sigruðu Snæfell í oddaleik liðanna í 8 liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Lokatölur leiksins voru 67 – 64 KR í vil í jöfnum og spennandi leik.Þá er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum en Íslandsmeistarar Keflavíkur mæta Skallagrím og Njarðvíkingar fá KR. Keflavík og Skallagrímur mætast á laugardag og Njarðvík fær KR í heimsókn á sunnudag en sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn.






