Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 19. maí 2005 kl. 02:25

Keflavík fær liðsstyrk

Keflavík hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Landsbankadeild karla, en serbneski varnarmaðurinn Branko Milicevic fekk leikheimild með liðinu í dag. Á vefnum fotbolti.net kemur fram að Milicevic sem er 21 árs, hafi ætlað að leika með Fylki en snúist hugur.

Hann lék m.a. með Partizan Belgrad í heimalandi sínu áður en hann kom hingað til lands.

Þá má þess geta að Kristján Guðmundsson, fyrrum aðstoðarþjálfari, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins út leiktíðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024