Keflavík fær liðsstyrk
Keflavík hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Landsbankadeild karla, en serbneski varnarmaðurinn Branko Milicevic fekk leikheimild með liðinu í dag. Á vefnum fotbolti.net kemur fram að Milicevic sem er 21 árs, hafi ætlað að leika með Fylki en snúist hugur.
Hann lék m.a. með Partizan Belgrad í heimalandi sínu áður en hann kom hingað til lands.
Þá má þess geta að Kristján Guðmundsson, fyrrum aðstoðarþjálfari, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins út leiktíðina.