Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík fær KR í heimsókn
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 12:10

Keflavík fær KR í heimsókn

Keflvíkingar taka á móti KR í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Keflvíkingar gerðu jafntefli gegn Grindvíkingum 1-1 í síðasta leik en KR-ingar lögðu Fylki 1-0 á KR-velli.

Keflvíkingar eru í 6. sæti Landsbankadeildar með 4 stig en KR vermir 4. sætið með 6 stig.

Þórarinn Kristjánsson verður ekki með Keflvíkingum í kvöld og ekki heldur Badui Farah en þeir eru báðir meiddir.

Staðan í deildinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024