Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík fær Fram í heimsókn
Fimmtudagur 14. júní 2007 kl. 10:05

Keflavík fær Fram í heimsókn

Keflavík tekur á móti Fram í 6. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15 á Keflavíkurvelli. Staða liðanna er ólík í Landsbankadeildinni en Keflavík er í 3. sæti með 8 stig á meðan Fram er í næst neðsta sæti með aðeins 2 stig.

Keflavík gerði jafntefli við Val í síðustu umferð 2-2 á meðan Fram tapaði fyrir HK 2-1.

 

6. umferð hófst í gærkvöldi þegar Valur lagði Víking 3-1 á Laugardalsvelli. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í kvöld í Landsbankadeildinni en það er viðureign Fylkis - HK, Breiðablik - ÍA og KR – FH.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024