Fimmtudagur 10. apríl 2003 kl. 21:05
Keflavík er Íslandsmeistari í körfuknattleik

Keflavík er Íslandsmeistari í körfuknattleik karla, en liðið vann lið Grindavíkur 102:97, í þriðja leiknum í úrslitakeppni Intersport deildarinnar sem fram fór í Grindavík í Kvöld. Keflavík vann envígið örugglega 3:0. Lið Keflavíkur vann alla leikina í úrslitakeppninni og verður án efa fagnað í Keflavík í kvöld. Fjögur ár eru liðin síðan Keflavík varð Íslandsmeistari síðast í karlaflokki. Grindvíkingar veittu Keflavíkingum meiri mótspyrnu í þessum leik en tveimur hinum fyrri og voru m.a. yfir 51:49 í hálfleik. Í þriðja leikhluta snéru Keflvíkingar leiknum sér í hag og litu ekki um öxl eftir það.
VF-ljósmynd/Tobbi: Damon Johnson fór á kostum í öllum þremur leikjum Keflavíkur.