Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík enn án sigurs
Þriðjudagur 22. maí 2018 kl. 21:55

Keflavík enn án sigurs

Keflvíkingar lyftu sér úr botnsætinu í Pepsi-deildinni í knattspyrnu eftir jafntefli við KA fyrir norðan. Hvorugt liðið skoraði mark í tilþrifalitlum leik. Keflvíkingar lyftu sér ekki hátt því þeir eru með 2 stig eins og Eyjamenn en aðeins skárri markatölu.
Norðanmenn voru heldur atkvæðameiri og þeir voru ekki langt frá því að stela öllum stigunum þegar skot Ásgeirs Sigurgeirssonar lenti í þverslá á 90.mínútu.
Neðstu lið deildarinnar, Keflavík og ÍBV eigast við á Nettó-vellinum í næstu umferð og verður leikurinn sunnudaginn 27. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024