Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík enn á toppnum - UMFG og UMFN töpuðu bæði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 8. mars 2021 kl. 23:26

Keflavík enn á toppnum - UMFG og UMFN töpuðu bæði

Keflavík er enn á toppi Domino’s deildar karla í körfubolta eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í gær en Njarðvíkingar virðast heillum horfnir og töpuðu áttunda leiknum á tímabilinu. Grindavík tapaði líka fyrir Þór Akureyri fyrir norðan.

Leikur Keflavíkur og Þórs var hnífjafn allan tímann en topplið Keflavíkur var sterkara í lokin og vann sex stiga sigur. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 19 stig og gaf 12 stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Dominykas Milka 21/6 fráköst, Calvin Burks Jr. 20/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 19/12 stoðsendingar, Deane Williams 18/19 fráköst/4 varin skot, Valur Orri Valsson 9, Arnór Sveinsson 3, Max Montana 3, Ágúst Orrason 1, Reggie Dupree 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Arnór Daði Jónsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

Grindvíkingar töpuðu í mjög jöfnum leik gegn Þór á Akureyri. Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson sem gekk nýlega til liðs við norðanmenn lék mjög vel gegn sínu gömlu félögum og skoraði 19 stig/4 fráköst.

Grindavík: Dagur Kár Jónsson 24, Joonas Jarvelainen 19, Marshall Lance Nelson 18/5 stoðsendingar, Amenhotep Kazembe Abif 14/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/7 fráköst, Kristinn Pálsson 5/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Kristófer Breki Gylfason 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Þorleifur Ólafsson 0.

Njarðvíkingar hafa verið í basli að undanförnu og töpuðu áttunda leiknum og eru að mati sérfræðinga Stöðvar 2 sport komnir í fallbaráttu.

Haukar-Njarðvík 82-71 (16-25, 21-15, 24-17, 21-14)

Njarðvík: Kyle Johnson 20/8 fráköst, Mario Matasovic 13/9 fráköst/3 varin skot, Antonio Hester 11/8 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 10/9 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 7, Maciek Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 4, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Gunnar Már Sigmundsson 0, Adam Eidur  Asgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.