Keflavík endaði sigurgöngu ÍS í kvennakörfunni
Keflavík endaði fimm leikja sigurgöngu ÍS í 1. deild kvenna með 70-66 sigri á heimavelli sínum í Keflavík í gærkvöld en Keflavíkurliðið hefur nú unnið tvö efstu liðin á síðustu viku og hefur stimplað sig inn í toppbaráttuna af fullum krafti. Birna Valgarsdóttir skoraði 27 stig fyrir Keflavík, Erla Þorsteinsdóttir var með 24 stig og Svava Ósk Stefánsdóttir var með 9 stig og 13 fráköst fyrir Keflavík en hjá ÍS var Alda Leif Jónsdóttir langstigahæst með 26 stig auk þess að taka 9 fráköst, senda 5 stoðsendingar og stela fimm boltum. Þórunn Bjarnadóttir var með 11 stig og 5 stoðsendingar og Stella Rún Kristjánsdóttir gerði 10 stig, öll í seinni hálfleik. Keflavík fékk 35 víti í leiknum og nýtti þau vel eða 80%.
visir.is greindi frá.
visir.is greindi frá.