Keflavík-Dijon í kvöld. Allir á völlinn!
Í kvöld mætast Keflavík og franska liðið Dijon í öðrum leik sínum í Bikarkeppni Evrópu. Leikurinn í kvöld er ákaflega þýðingarmikill fyrir Keflavíkurliðið þar sem hann sker úr um hvort þeir séu úr leik, eða hvort þeir fái tækifæri á að slá Frakkana út á þeirra eigin heimavelli í þriðja leik liðanna.
Fyrsta leik liðanna lauk með sigri Dijon eftir mikla baráttu, en nú fá Keflvíkingar tækifæri til að sýna Frökkunum hvers þeir eru megnugir, enda eru þeir taplausir á heimavelli í Evrópukeppninni í vetur. Lykillinn á bak við þá velgengni er að sjálfsögðu hinn mikli og góði stuðningur sem þeir hafa fengið frá áhorfendum sem hafa fjölmennt á leikina.
Í leiknum í Frakklandi voru fleiri en 3000 stuðningsmenn Dijon sínum mönnum drjúgir þar sem þeir púuðu stanslaust á Keflvíkingana og sagði Falur Harðarson, annar þjálfara Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir, að þeir óskuðu sér að Frakkarnir fengju álíka hlýlegar móttökur á gólfinu í „Sláturhúsinu“ við Sunnubraut.
„Annars ætlum við að nota sama leikskipulag og í síðasta leik,“ saagði Falur, „en þeir ráða ekki neitt við Derrick og Nick þannig að við ætlum okkur aftur út og spila þriðja leikinn.“
Leikurinn hefst kl. 20.30 í kvöld og skora Víkurfréttir á alla stuðningsmenn sem og körfuknattleiksáhugamenn að mæta á völlinn og sýna íslenzka gestrisni í verki...
ÁFRAM KEFLAVÍK!!!
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi