Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík dæmdur 0-20 ósigur
Föstudagur 20. janúar 2006 kl. 14:33

Keflavík dæmdur 0-20 ósigur

Keflavík var í dag dæmdur ósigur í leik gegn Hamri/Selfossi sem fór fram fyirir skemmstu. Keflavík vann leikinn 88-77.

Niðurstaða aganefndar var sú að Keflvíkingar hefðu verið með ólöglegan leikmann, Guðjón Skúlason, á leikskýrslu og því skulu úrslitin ómerkt og teljast þeir hafa tapað leiknum 0-20. Engu breytti sú staðreynd að Guðjón kom ekki inn á völlinn.

Forsaga málsins er sú að leikurinn átti að fara fram þann 15. des, en var frestað sökum þátttöku Keflvíkinga í Evrópukeppni. Guðjón fékk leikheimild þann 29. des en heimildin nær ekki yfir þá leiki sem áttu að fara fram fyrir þann tíma.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25