Keflavik burstaði ÍR
Þriðja leik Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik var að ljúka með sannfærandi sigri Keflavíkur 106-73 í Toyotahöllinni. Staðan er því 2-1 í einvíginu og á pöllunum heyrðist sungið: ,,Risinn er vaknaður”
Bobby Walker var stigahæstur með 23 stig hjá Keflavík en hjá ÍR var Nate Brown með 18 stig.
Nánar um leikinn síðar…
VF-Mynd/ [email protected] – Arnar Freyr Jónsson fagnar að hætti hússins í leikslok.