Keflavík bikarmeistari í 9. flokki kvenna
Keflavík er bikarmeistari í 9. flokki kvenna eftir 56-44 sigur á Breiðablik í bikarúrslitaleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið í leiknum en Blikar gerðu heiðarlega tilraun til þess að nálgast Keflavík á lokasprettinum en Keflvíkingar héldu fengnum hlut og fögnuðu Bikarmeistaratitlinum.
Bikarúrslitin í yngri flokkum hófust í dag í Ljónagryfjunni í Njarðvík og er leikið í dag og á morgun. Í sjö af átta úrslitaleikjum er lið frá Keflavík, Njarðvík eða Grindavík að keppa um bikartitla.
Sandra Þrastardóttir var svo valin besti maður leiksins með 20 stig, 10 fráköst, 6 fiskaðar villur, 5 stolna bolta og 2 stoðsendingar. Þá var Ingunn Kristínardóttir líka með fínar rispur í Keflavíkurliðinu og gerði 10 stig og tók 12 fráköst.
Nánari umfjöllun er á karfan.is og myndirnar eru frá þeirri vinsælu körfuboltasíðu.